Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   mið 18. september 2013 14:41
Elvar Geir Magnússon
Stöð 2 Sport má ekki sýna leik Breiðabliks og KR beint
Hjörvar Hafliðason, dagskrástjóri á Stöð 2 Sport.
Hjörvar Hafliðason, dagskrástjóri á Stöð 2 Sport.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á Kópavogsvelli á morgun þegar liðið mætir Breiðabliki. Stöð 2 Sport má ekki sýna beint frá leiknum samkvæmt reglum FIFA.

Leikurinn átti upphaflega að vera spilaður í síðasta mánuði en honum var frestað eftir að Elfar Árni Aðalsteinsson, leikmaður Breiðabliks, hlaut höfuðhögg.

„Skv. UEFA reglum er okkur ekki heimilt að sýna leik Blika og KR í beinni vegna þess að leikurinn skarast við heila umferð í Evrópudeildinni," sagði Hjörvar Hafliðason á Stöð 2 Sport á Twitter.

„Þetta átti auðvitað aldrei að vera leikdagur hér heima. Leikdagurinn orsakast vegna höfuðhöggs og veðurs."

Samkvæmt reglum UEFA má ekki sýna leiki í beinni á sama tíma og leikið er í Meistaradeild Evrópu eða Evrópudeildinni.

Þess má geta að aðgangur á leikinn, sem verður klukkan 17 á morgun, verður ókeypis og þá verður hann að sjálfsögðu í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner