Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 18. september 2014 13:30
Magnús Már Einarsson
Alan Pardew: Pressan verður á okkur
Alan Pardew er valtur í sessi.
Alan Pardew er valtur í sessi.
Mynd: Getty Images
Alan Pardew, stjóri Newcastle, vill að menn stígi upp gegn Hull um helgina eftir skelfilega byrjun á tímabilinu.

Marigr stuðningsmenn Newcastle vilja sjá Pardew hverfa á braut en liðið situr á botni ensku úrvalsdeildarinnar eftir fyrstu fjórar umferðirnar.

,,Það er kominn tími á að stíga upp og standa okkur. Við eigum heimaleik gegn Hull þar sem pressan verður á okkur," sagði Pardew.

,,Það var erfitt að taka tapinu gegn Southampton (4-0). Sem hópur þá verðum við að gera betur og ég tek ábyrgð á því."

,,Þetta var stórt tap. Þetta var erfiður dagur fyrir stuðningsmenn okkar, erfiður dagur fyrir liðið og erfiður dagur fyrir mig."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner