Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 18. september 2014 11:17
Magnús Már Einarsson
Balotelli gaf hundaheimili milljónir
Balotelli gekk í raðir Liverpool í síðasta mánuði.
Balotelli gekk í raðir Liverpool í síðasta mánuði.
Mynd: Getty Images
Mario Balotelli, framherji Liverpool, hefur styrkt hundaheimili í Manchester eftir að 60 hundar þar létust í eldsvoða í síðustu viku.

Gjöf Balotelli hljóðar upp á nokkrar milljónir króna en hann er sjálfur mikill hunda vinur.

Þegar Balotelli gekk í raðir Manchester City á sínum tíma kom hundur hans ekki frá Ítalíu fyrr en eftir sex mánuði þar sem hann þurfti að fara í sóttkví.

Á meðan bauðst Balotelli til þess að fara út að labba með hunda á hundaheimilinu í Manchester. Þegar hann frétti af eldsvoðanum í síðustu viku ákvað hann síaðn að styrkja hundaheimilið en fleiri aðilar eins og Simon Cowell dómari í X-factor hafa gert slíkt hið sama.

Eftir að Manchester City varð enskur bikarmeistari árið 2011 tók Balotelli hundinn sinn með sér í sigurgönguna um borgina.
Athugasemdir
banner
banner