Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
banner
   fim 18. september 2014 21:25
Ívan Guðjón Baldursson
Ferdinand: Rooney fór í gegnum síma eins og nammi
Mynd: Getty Images
Það birtast sífellt fleiri línur úr bók Rio Ferdinand sem lýsir tíma hans hjá Manchester United.

Nýjasta er um sóknarmanninn Wayne Rooney sem Ferdinand lýsir sem mjög reiðum persónuleika sem var alltaf að brjóta síma.

,,Wayne Rooney kom mér alltaf fyrir sjónir sem mjög reiður ungur maður," skrifaði Ferdinand.

,,Hann var alltaf að rífast við fólk fyrir utan æfingasvæðið, oftast í símanum.

,,Hann virtist missa stjórn á skapinu við minnsta tilefni og fór í gegnum farsíma eins og þeir væru nammi. Hann kastaði símunum í jörðina þegar hann var reiður og braut þá.

,,Ég veit ekki hvað gerðist en hann róaðist niður með aldrinum."

Athugasemdir
banner
banner
banner