fim 18. september 2014 05:55
Daníel Freyr Jónsson
Ísland í dag - Titilbaráttan í algleymingi
FH er á toppnum þegar fjórar umferðir eru eftir.
FH er á toppnum þegar fjórar umferðir eru eftir.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Það verða tveir hörkuleikir í Pepsi-deild karla í kvöld þegar efstu fjögur mætast innbyrðis í tveimur leikjum.

Um er að ræða frestaða leiki en að þeim loknum eiga öll liðin þrjá leiki eftir.

Vegna birtuskilyrða eru báðir leikirnir klukkan 17:00 en leikurinn í Kaplakrikanum verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Topplið FH mætir fráfarandi meisturum KR, sem sitja í 3. sæti, á heimavelli, en fyrir leikinn er FH með tveggja stiga forystu á Stjörnuna.

Garðbæinga eiga á sama tíma útileik gegn Víkingum. Víkingar sitja í 4. sæti og eiga mikla möguleika á því að tryggja sér sæti í Evrópudeildinni.

Úrslitin í kvöld gætu haft afgerandi áhrif á titilbaráttuna þar sem einungis eru fjórar umferðir eftir.

Báðir leikirnir verða að sjálfsögðu í beinum textalýsingum hér á Fótbolta.net.

Pepsi-deild karla 2014
17:00 Víkingur R.-Stjarnan (Víkingsvöllur)
17:00 FH-KR (Kaplakrikavöllur)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner