Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. september 2014 20:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: vf.is 
Steini Gunn hættur með Þrótt Vogum (Staðfest)
Mynd: Þróttur Vogum
Þorsteinn Gunnarsson hefur ákveðið að taka sér hlé frá þjálfun og skilur því Þróttara frá Vogum eftir þjálfaralausa.

Þorsteinn, eða Steini, tók við Þrótti fyrir tveimur árum og hefur náð góðum árangri með liðið.

Í sumar var félagið hársbreidd frá því að komast upp um deild og náðist besti árangur í sögu þess.

,,Stjórn Knattspyrnudeildar Þróttar þakkar Þorsteini fyrir sitt framlag til þess að lyfta Þrótti á hærri stall og fyrir gott samstarf síðustu tvö árin," stendur meðal annars í yfirlýsingu.

Þróttarar töpuðu umspilsleik um að komast upp í 3. deild gegn Álftanesi sem fylgdi Kára upp um deild.
Athugasemdir
banner
banner