fim 18. september 2014 13:00
Magnús Már Einarsson
Stóri Sam ósáttur við að fá ekki að ráða hæðinni á grasinu
Mynd: Getty Images
West Ham fær Liverpool í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni á laugardag en Sam Allardyce stjóri Hamranna var með fréttamannafund fyrir leikinn í dag.

Þar rifjaði hann upp ásakanir sem Steven Gerrard kom með eftir leik liðanna í apríl á þessu ári en þá hafði Liverpool betur 2-1.

,,Ég man á síðasta tímabili töpuðum við á slæmri ákvörðun hjá dómaranum," sagði Stóri Sam.

,,Þeir kvörtuðu yfir að þurfa að leggja of langt í burtu, að búningsklefarnir voru of heitir, grasið of hátt og alls konar."

,,Það er synd að þeir unnu okkur á umdeildri vítaspyrnu því við spiluðum vel. Vonandi getum við gert það aftur en sleppt því að fá á okkur víti."


Nýjar reglur komu í ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili um hæð á grasi á völlum í deildinni og Stóri Sam er steinhissa á þeirri reglu.

,,Við höfum ákveðna hæð á grasinu sem við megum ekki fara upp fyrir og það hlýtur að vera skrýtnasta reglan í fótboltanum," sagði Stóri Sam.
Athugasemdir
banner
banner
banner