Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 18. september 2014 17:45
Elvar Geir Magnússon
Þurfa að skila gjöfum frá brasilíska sambandinu
Höfuðstöðvar FIFA í Sviss.
Höfuðstöðvar FIFA í Sviss.
Mynd: Getty Images
FIFA hefur skipað fulltrúum sínum sem fengu gjafir frá brasilíska knattspyrnusambandinu að skila þeim til baka eða eiga á hættu að fá refsingu.

Einn af styrktaraðilum brasilíska sambandsins gaf mönnum frá FIFA rándýr úr en gjafirnar eru ekki í takt við siðareglur alþjóða knattspyrnusambandsins.

Nýjar siðareglur voru teknar upp eftir ásakanir um mútugreiðslur í aðdraganda þess að ákveðið var hvar heimsmeistaramótin 2018 og 2022 verða haldin.

Fulltrúar frá öllum þátttökuþjóðum HM í Brasilíu í sumar fengu gjafir og vill FIFA að þeim verði skilað fyrir 24. október.
Athugasemdir
banner
banner
banner