banner
   fim 18. september 2014 17:15
Magnús Már Einarsson
Tottenham hafnaði hærra tilboði í Sandro
Mynd: Getty Images
Tottenham hafnaði 14-15 milljón punda tilboði í miðjumanninn Sandro frá Zenit st. Pétursborg áður en hann gekk í raðir QPR á lokadegi félagaskiptagluggans.

Harry Redknapp, stjóri QPR, náði að krækja í Sandro frá sínum fyrrum félögum í Tottenham á tíu milljónir punda.

,,Ég var hissa á að við gátum krækt í hann og ég var hissa á að hann var ekki að spila hjá þeim," sagði Harry.

,,Ég held að Tottenham hafi hafnað háu tilboði frá Zenit rétt fyrir byrjun tímabils. Það var fjórum eða fimm milljónum hærra en tilboðið okkar."
Athugasemdir
banner
banner