fim 18. september 2014 15:00
Elvar Geir Magnússon
Úrvalslið vikunnar í Meistaradeildinni - Moreno í bakverði
Erik Durm átti frábæran leik fyrir Dortmund.
Erik Durm átti frábæran leik fyrir Dortmund.
Mynd: Getty Images
Gervinho er í úrvalsliðinu.
Gervinho er í úrvalsliðinu.
Mynd: Getty Images
Meistaradeildin er aftur farin af stað en fyrsta umferð riðlakeppninnar var leikin í vikunni með pompi og prakt. Hér birtum við úrvalslið vikunnar sem er að þessu sinni fengið frá ESPN. Endilega verið ósammála og segið ykkar skoðun í ummælakerfinu!

Markvörður: Joe Hart (Manchester City)
Hefur verið gagnrýndur reglulega undanfarna mánuði en það verður líka að hrósa. Hart átti stórleik gegn Bayern München og var nálægt því að tryggja City óverðskuldað stig miðað við gang leiksins. Þjóðverjarnir tryggðu sér sigur í blálokin.

Hægri bakvörður: Erik Durm (Borussia Dortmund)
Þjóðverjinn ungi spilar venjulega sem vinstri bakvörður en hann var með Alexis Sanchez í góðri gæslu þegar Dortmund vann 2-0 sigur á þriðjudag.

Miðvörður: Nicolas Lombaerts (Zenit)
Zenit frá Pétursborg vann 2-0 sigur gegn Benfica þar sem Nicolas Lombaerts átti óaðfinnanlegan leik í hjarta varnarinnar.

Miðvörður: Jerome Boateng (Bayern München)
Á ekki fast sæti hjá Bæjurum þegar allir eru heilir en lék frábærlega gegn City og skoraði sigurmakrið í leiknum.

Vinstri bakvörður: Alberto Moreno (Liverpool)
Spánverjinn ungi átti frábæran leik og fyrirgjöf hans skóp markið sem Mario Balotelli skoraði í naumum sigri gegn Ludogorets.

Miðjumaður: Sven Bender (Borussia Dortmund)
Stýrði ferðinni á miðjunni eins og sannur herforingi. Arsenal vantar sárlega hágæða djúpan miðjumann og Bender minnti stuðningsmenn liðsins á það. Áhugaverðast er að Bender á ekki fast sæti í liði Dortmund ef Ilkay Gundogan og Nuri Sahin eru báðir heilir.

Miðjumaður: Miralem Pjanic (Roma)
Þvílík frammistaða í 5-1 sigri Roma gegn CSKA Moskvu. Bosníumaðurinn Pjanic átti þátt í nánast öllum hættum sem Rómverjar sköpuðu.

Miðjumaður: Yacine Brahimi (Porto)
Þessi 24 ára alsírski miðjumaður setti þrennu þegar Porto skellti BATE Borisov 6-0. Heillandi frammistaða.

Sóknarmaður: Carlos Tevez (Juventus)
Tevez hafði ekki skorað í Meistaradeildinni síðan 2009 þegar hann skoraði bæði mörk Juventus í 2-0 sigri gegn sænska liðinu Malmö.

Sóknarmaður: Gareth Bale (Real Madrid)
Spænska stórliðið slátraði Basel og Bale sýndi enn og aftur hvað hann getur.

Sóknarmaður: Gervinho (Roma)
Var oft á tíðum aðhlátursefni í enska boltanum en er kominn í uppáhald hjá stuðningsmönnum Roma á Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner