fim 18. september 2014 14:55
Magnús Már Einarsson
Varð nánast strax uppselt á Ísland - Holland
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Uppselt er á leik Íslands og Hollands í undankeppni EM 2016 en leikurinn fer fram á Laugardalsvelli mánudagskvöldið 13. október.

Miðasala hófst á midi.is klukkan 12:00 en síðan hrundi samstundis vegna álags.

Síðan var niðri í rúman hálftíma en virkaði með hléum eftir það.

Uppselt er á leikinn og því er ljóst að um 10 þúsund manns verða á Laugardalsvelli þegar Hollendingar koma í heimsókn.

Sjá einnig:
Midi.is hrundi þegar miðar fóru í sölu á Ísland - Holland
Athugasemdir
banner
banner