fim 18. september 2014 10:22
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Yobo eða Lugano til Arsenal?
Powerade
Yobo gæti óvænt gengið í raðir Arsenal.
Yobo gæti óvænt gengið í raðir Arsenal.
Mynd: Getty Images
Pulis gæti tekið við Cardiff.
Pulis gæti tekið við Cardiff.
Mynd: Getty Images
Í dag er fimmtudagur og slúðurpakkinn er að sjálfsögðu á sínum stað.



Arsenal ætlar að krækja í samningslausan leikmann til að minnka vandræðin í vörninni. Joesph Yobo (34) fyrrum leikmaður Everton og Diego Lugano (33) fyrrum leikmaður WBA koma til greina. (Daily Mail)

Chelsea og Liverpool hafa áhuga á Julian Brandt (18) miðjumanni Bayer Leverkusen. (Daily Mirror)

Juventus hefur ekki lengur áhuga á Juan Mata leikmanni Manchester United en félagið ætlar þess í stað að reyna að krækja í Pedro frá Barcelona. (Daily Express)

Ipswich ætlar að semja við Jack Collison (25) sem er án félags eftir að samningur hans við West Ham rann út í sumar. (Sun)

Emanuel Mayuka framherij Southampton (23) er á leið til Wolves á láni. (Talksport)

Tony Pulis (56) mun taka við Cardiff ef Ole Gunnar Solskjær (41) verður rekinn. (Times)

Paul Hartley (37) stjóri Dundee er óvænt líklegastur til að taka við af Solskjær. (Guardian)

Tim Sherwood (45), fyrrum stjóri Tottenham, kemur til greina sem næsti stjóri Lokomotiv Moskvu. (Sun)

Mikel Arteta segir að Arsenal geti gleymt því að vinna Meistaradeildina með spilamennsku eins og gegn Borussia Dortmund. (Independent)

Darko Milanic, þjálfari Sturm Graz, er líklegastur til að taka við Leeds. (Daily Mirror)
Athugasemdir
banner