Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 18. september 2017 23:30
Fótbolti.net
Lið 20. umferðar: Átta fulltrúar Vals
Bjarni Ólafur hefur verið sex sinnum í úrvalsliðinu.
Bjarni Ólafur hefur verið sex sinnum í úrvalsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Aron var hrikalega öflugur að vanda í vörn Vals.
Eiður Aron var hrikalega öflugur að vanda í vörn Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Egill og Óli Jó í sigurvímu.
Sigurður Egill og Óli Jó í sigurvímu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
20. umferð Pepsi-deildarinnar lauk í kvöld og hér má sjá úrvalslið Fótbolta.net og Domino's eftir umferðina.

Valsmenn eiga alls sjö leikmenn í liði umferðarinnar og án þess að við höfum nennt að fletta í sögubókum höldum við því fram að þetta sé met. Það er því ekki annað hægt en að hafa Ólaf Jóhannesson sem þjálfara umferðarinnar.



Valsmenn unnu glæsilegan 4-1 sigur gegn Fjölni og tryggðu sér sjálfan Íslandsmeistaratitilinn. Bjarni Ólafur Eiríksson, Einar Karl Ingvarsson, Guðjón Pétur Lýðsson og Sigurður Egill Lárusson skoruðu mörk Valsmanna og eru allir í úrvalsliðinu.

Miðverðirnir mögnuðu, Eiður Aron Sigurbjörnsson og Orri Sigurður Ómarsson, fá einnig pláss ásamt fyrirliðanum Hauki Páli Sigurðssyni.

FH vann mikilvægan sigur gegn ÍBV og getur innsiglað Evrópusæti með sigri gegn Fjölni á fimmtudag. Markvörðurinn Gunnar Nielsen og varnarmaðurinn Bergsveinn Ólafsson eru í úrvalsliðinu.

Andri Rúnar Bjarnason skoraði tvö mörk í rokinu í Grindavík þegar hans lið vann 4-3 sigur gegn Breiðabliki. Andri er kominn með átján mörk, er einu marki frá markametinu og tvær umferðir eftir.

Þá lauk umferðinni með 3-1 útisigri Víkings R. gegn Víkingi Ó. en Reykjavíkurliðið hefur tryggt sér áframhaldandi veru í deild þeirra bestu. Geoffrey Castillion skoraði fyrsta og síðasta mark leiksins og var valinn maður leiksins.

Sjá einnig:
Lið 19. umferðar
Lið 18. umferðar
Lið 17. umferðar
Lið 16. umferðar
Lið 15. umferðar
Lið 14. umferðar
Lið 13. umferðar
Lið 12. umferðar
Lið 11. umferðar
Lið 10. umferðar
Lið 9. umferðar
Lið 8. umferðar
Lið 7. umferðar
Lið 6. umferðar
Lið 5. umferðar
Lið 4. umferðar
Lið 3. umferðar
Lið 2. umferðar
Lið 1. umferðar
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner