Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 18. september 2017 23:00
Stefnir Stefánsson
Balague um Bale: Skref niður á við ef hann færi til United
Mynd: Getty Images
Guillem Balage, sérfræðingur Sky Sports um spænsku deildina, segir að allt myndi vera skref niður á við ef að Bale myndi yfirgefa Real Madrid.

Bale, sem að hefur verið gagnrýndur fyrir frammistöður síar upp á síðkastið, svaraði gagnrýnisröddunum þegar hann skoraði gott mark í 3-1 sigri liðsins á Real Sociedad á sunnudaginn síðastliðinn.

Þá hefur hann reglulega verið orðaður við brottför frá Madrídarliðinu og oftast er Manchester United nefnt til sögunnar.

Guillem Balage ræddi mál Bale og orðróminn um vistaskipti hans til Manchester United.

„Við skulum ekki vanmeta það að hann er að spila hjá Real Madrid, allt eftir Real er skref niður á við. Það skiptir ekki einusinni máli þó að skrefið sé Manchester United." sagði Balague og hann var ekki hættur.

„Fyrir alla leikmenn þá er toppurinn að spila hjá Real Madrid."

„Og þá velti ég því fyrir mér, við erum að tala um lið sem er að skrifa söguna, þetta lið er eitt besta Real Madrid lið frá upphafi. Hversvegna ættiru að yfirgefa það til þess að ganga til liðs sem endaði í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fyrra?"
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner