mán 18. september 2017 15:49
Elvar Geir Magnússon
Byrjunarlið Víkings R. og Víkings Ó.: Kwame og Kenan í banni
Kwame Quee er í leikbanni.
Kwame Quee er í leikbanni.
Mynd: Víkingur Ó.
20. umferð Pepsi-deildarinnar lýkur í dag með fallbaráttuslag í Ólafsvík.

Sannkallaður Víkingaslagur fer fram en bæði lið eru í neðri hluta deildarinnar. Ólafsvíkur Víkingar sitja í fallsæti en með sigri kemst liðið upp við hlið Víkinganna úr höfuðborginni.

Mörkin hafa verið að leka inn hjá Ólsurum. Þeir hafa fengið á sig 15 mörk í síðustu fjórum leikjum. Þeir verða án tveggja öflugra leikmanna í dag. Kenan Turudija og Kwame Quee taka út leikbann.

Logi Ólafsson gerir eina breytingu á byrjunarliði Víkings R. frá því í skrautlegu tapi gegn FH í síðustu umferð. Víkingar komust í 2-0 en töpuðu 2-4. Davíð Örn Atlason kemur inn í byrjunarliðið en Vladimir Tufegdzic fer á bekkinn.

Farðu í beina textalýsingu frá leiknum

Byrjunarlið Víkings Ó.:
30. Cristian Martínez (m)
2. Alexis Egea
3. Nacho Heras
4. Egill Jónsson
8. Gabrielius Zagurskas
10. Þorsteinn Már Ragnarsson (f)
13. Emir Dokara
18. Alfreð Már Hjaltalín
19. Pape Mamadou Faye
23. Gunnlaugur Hlynur Birgisson
32. Eric Kwakwa

Byrjunarlið Víkings R.:
1. Róbert Örn Óskarsson (m)
3. Ívar Örn Jónsson
5. Milos Ozegovic
6. Halldór Smári Sigurðsson
7. Alex Freyr Hilmarsson
8. Viktor Bjarki Arnarsson
11. Dofri Snorrason
20. Geoffrey Castillion
21. Arnþór Ingi Kristinsson
22. Alan Lowing
24. Davíð Örn Atlason

Farðu í beina textalýsingu frá leiknum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner