Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 18. september 2017 14:30
Magnús Már Einarsson
Cavani og Neymar rifust um vítaspyrnu
Neymar vildi taka vítið í gær.
Neymar vildi taka vítið í gær.
Mynd: Twitter
Unai Emery, þjálfari PSG, vill að Neymar og Edinson Cavani ræði saman eftir atvik sem átti sér stað í 2-0 sigri á Lyon í gær.

Neymar og Cavani fóru þá að rífast um það hvor þeirra ætti að taka vítaspyrnu. Cavani tók spyrnuna á endanum en markvörður Lyon varði.

„Ég hef sagt þeim að leysa þetta sín á milli," sagði Emery eftir leikinn í gær.

„Ég held að þeir geti það og þeir verða báðir spyrnumenn okkar. Ef þeir geta ekki náð samkomulagi þá ákveð ég þetta fyrir þá."

„Ég vil ekki að þetta verði að vandamáli hjá okkur."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner