Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 18. september 2017 18:30
Stefnir Stefánsson
Gylfi: Við munum snúa þessu við
Gylfi Sigurðsson og félagar hafa ekki byrjað vel
Gylfi Sigurðsson og félagar hafa ekki byrjað vel
Mynd: Getty Images
Gylfi Sigurðsson, leikmaður Everton, segist sannfærður um að Everton sé með nógu gott lið til þess að snúa slæmu gengi liðsins upp á síðkastið, sér í vil. Þá sagðist hann einnig sjá batamerki á liðinu í leiknum gegn Manchester United þrátt fyrir að liðið hafi tapað 4-0.

„Já, það er erfitt að segja það eftir 4-0 tap en við munum halda áfram að standa saman, vera jákvæðir og leggja á okkur vinnuna." sagði Gylfi aðspurður að því hvort hann sæi batamerki á spilamennsku liðsins eftir tapið gegn Manchester United.

„Ég held að allir sem vinna hjá félaginu, þjálfararnir og leikmennirnir hafi allir sama markmið og það er að snúa genginu við. Við vorum að spila vel fram að öðru markinu hjá Manchester United. Við fengum tvö mjög góð færi en mér fannst þeir fá auðveld færi vegna mistaka okkar." sagði Gylfi.

„Í seinni hálfleiknum opnaðist leikurinn taslvert og við náðum að skapa okkur tvö góð færi og nokkur hálf færi. Þeir voru kannski meira með boltann en við vorum að sama skapi mjög hættulegir þegar við beittum skyndisóknum eftir að við unnum boltann."

„Í svona leikjum þá eru það þessir litlu hlutir sem skipta máli, það munar svo litlu, við fórum illa með færin okkar og þeir refsuðu" bætti Gylfi við en hann er þó jákvæður fyrir framhaldinu.

„Jafnvel þótt að við fengum á okkur fjögur mörk tel ég að við vorum mun þéttari og spiluðum betur sem lið, það var ekki eins auðvelt að brjóta okkur niður. Við verðum samt að gera enn betur í næstu leikjum." sagði Gylfi að lokum.
Athugasemdir
banner
banner