mán 18. september 2017 20:00
Stefnir Stefánsson
Ísland pakkaði Færeyjum saman
Hallbera í leiknum í dag, hún lagði upp þrjú
Hallbera í leiknum í dag, hún lagði upp þrjú
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland 6 - 0 Færeyjar
1-0 Elín Metta Jensen ('2)
2-0 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('16)
3-0 Elín Metta Jensen ('25)
4-0 Sara Björk Gunnarsdóttir ('38)
5-0 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir ('47)
6-0 Fanndís Friðriksdóttir ('65)
7-0 Berglind Björg Þorvaldsdóttir ('89)
8-0 Fanndís Friðriksdóttir ('90)

Ísland tók á móti Færeyjum í kvöld í undankeppni heimsmeistaramótsins sem fram fer í Frakklandi árið 2019.

Ísland voru mun sterkari aðilinn í dag og þær voru ekki lengi að komast yfir en Elín Metta Jenssen opnaði markareikning íslenska liðsins strax á 2. mínútu eftir góðan undirbúning frá Öglu Maríu Albertsdóttur.

Á 16. mínútu snéri Elín Metta af sér varnarmann færeyska liðsins og kom boltanum á Gunnhildi Yrsu sem að var ekki í vandræðum með að klára færið. 2-0 fyrir Íslandi eftir rúmt korter.

Rétt tæpum níu mínútum síðar var Elín Metta aftur á ferðinni en þá fékk hún langa sendingu frá Hallberu inn fyrir vörn gestanna og kláraði vel 3-0 Íslandi í vil og Elín Metta búin að eiga þátt í öllum þrem mörkum íslendinga.

Á 38. mínútu leiksins komst Ísland í 4-0 þegar að hornspyrna Hallberu fann kollinn á Söru Björk sem stökk hæðst í teignum og þaðan fór boltinn í netið. Glæsilegur fyrri hálfleikur hjá Íslenska liðinu.

Í síðari hálfleik voru stelpurnar ekki lengi að bæta við, en líkt og í byrjun fyrri hálfleiks tók það íslenska liðið aftur aðeins tvær mínútur. Hallbera átti þá góða sendingu á hausinn á Gunnhildi Yrsu, annað mark Gunnhildar og þriðja stoðsending Hallberu.

Það var síðan á 65. mínútu leiksins sem að aukaspyrna Fanndísar á miðjum vallarhelmingi Færeyska liðsins sigldi í gegnum allann pakkann og þaðan í netið, markvörður Færeyinga var líklega að reikna með snertingu sem kom aldrei, virkilega klaufalegt.

Ísland voru hvergi hættar en þær bættu við tveimur mörkum á lokamínútum leiksins, fyrst var að verki Berglind Björg eftir góðan undirbúning Ingibjargar Sigurðardóttur og það var síðan Fanndís sem að rak loks síðasta nagla í kistu færeyinga þegar hún kom Íslandi í 8-0 með frábæru langskoti á 90. mínútu.

8-0 urðu lokatölur Íslandi í vil.
Athugasemdir
banner
banner
banner