mán 18. september 2017 14:15
Elvar Geir Magnússon
Læknir Stuttgart bjargaði lífi fyrirliðans
Hryllilegt atvik.
Hryllilegt atvik.
Mynd: Getty Images
Raymond Best, læknir þýska liðsins Stuttgart, bjargaði lífi fyrirliðans Christian Gentner í þýsku Bundesligunni um helgina.

Hræðilegt atvik átti sér stað í 1-0 sigri Stuttgart gegn Wolfsburg á laugardaginn.

Gentner var að reyna að ná til boltans þegar hann fékk hnéð á belgíska markverðinum Koen Casteels á fullu afli í andlitið.

Gentner missti meðvitund og fékk krampa á vellinum áður en læknirinn kom til bjargar. Hann dró tunguna úr koki Gentner sem fékk svo langa meðhöndlun á vellinum á meðan blóð streymdi úr nösum hans og munni.

Leikmaðurinn var svo fluttur á neyðarmóttöku í aðgerð á augnlokum, nefi og kjálka. Talið er að hann muni ná fullum bata en ljóst er að það er langt í að hann snúi aftur á fótboltavöllinn.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner