mán 18. september 2017 17:30
Elvar Geir Magnússon
Lukaku byrjar eins vel og Cole
Romelu Lukaku, sóknarmaður Man Utd.
Romelu Lukaku, sóknarmaður Man Utd.
Mynd: Getty Images
Romelu Lukaku er að eiga bestu byrjun sem sóknarmaður Manchester United síðan Andy Cole byrjaði með hvelli.

Lukaku hefur skorað sjö mörk í fyrstu sjö leikjum sínum fyrir félagið, líkt og Cole gerði.

Mörk Lukaku dreifast þó öllu betur en honum hefur aðeins mistekist að skora í einum leik. Cole skoraði tvö mörk í fyrstu sex leikjunum og gerði síðan fimm mörk í sjöunda leiknum, 9-0 sigri gegn Ipswich í mars 1995.

Cole og Lukaku hafa besta hlutfall allra leikmanna United síðan enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar.

Fimm framherjar United náðu að skora fimm mörk í fyrstu sjö leikjunum; Zlatan Ibrahimovic, Robin van Persie, Ole Gunnar Solskjær, Louis Saha og Dimitar Berbatov.

Svo er það hópur þeirra framherja sem skoruðu fjögur mörk í fyrstu sjö leikjunum fyrir United: Wayne Rooney, Ruud van Nistelrooy, Marcus Rashford, Eric Cantona, Dwight Yorke og Anthony Martial.
Athugasemdir
banner
banner
banner