mán 18. september 2017 15:00
Magnús Már Einarsson
Myndband: Skoraði og fékk rautt fyrir að sparka boltanum í burtu
Pétur Bjarnason (til vinstri) í leiknum um helgina.
Pétur Bjarnason (til vinstri) í leiknum um helgina.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Pétur Bjarnason, leikmaður Vestra, fékk óvenjulegt rautt spjald í 3-1 sigri liðsins á Magna Grenivík um helgina.

Pétur kom Vestra í 2-0 úr vítaspyrnu á 50. mínútu. Boltinn kom aftur til hans eftir spyrnuna og Pétur sparkaði honum þá bakvið markið.

Sigurður Hjörtur Þrastarson, dómari leiksins, spjaldaði Pétur fyrir vikið en þetta var annað gula spjald hans og þar með rautt.

Tímabilinu hjá Pétri lauk því með þessari spyrnu því hann verður í banni í lokaumferðinni gegn Hetti um næstu helgi.

Vestri vann leikinn á endanum 3-1 og tryggði sæti sitt í 2. deild. Liðið er í 8. sæti fyrir lokaumferðina.

Magnamenn gátu einnig fagnað eftir leikinn á laugardag því að þeir tryggðu sér sæti í Inkasso-deildinni þar sem Víðir tapaði gegn Aftureldingu á sama tíma.

Smelltu hér til að sjá atvikið

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner