Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 18. september 2017 20:30
Stefnir Stefánsson
Norðurlöndin: Aron og Daníel Leó léku í tapi
Aron Elís Þrándarson.
Aron Elís Þrándarson.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Aron Elís Þrándarson og Daníel Leó Grétarsson léku báðir með liði Álasunds í dag þegar liðið tapaði með þremur mörkum gegn tveimur gegn OB í Norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Daníel Leó varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark í fyrri hálfleik.

Þá stóð Rúnar Alex Rúnarson vaktina í marki Nordsjælland sem tapaði naumlega með tveimur mörkum gegn eingu gegn AGF í dönsku úrvalsdeildinni.

Kristinn Freyr lék fyrri hálfleikinn í sterkum sigri Sundsvall á útivelli gegn Eskilstuna í sænsku úrvalsdeildinni.

OB 3-2 Álasund
1-0 Jone Samuelsen (víti '5)
2-0 Daníel Leó Grétarsson (sjálfsmark '20)
3-0 Elbasan Rashani
3-1 Mostafa Abdellaoue (víti '62)
3-2 Frederik Semb Berge (sjálfsmark '68)

Nordsjælland 1-2 AGF
0-1 Martin Spelman ('51)
0-2 Jakob Ankersen ('60)
1-2 Emiliano Marcondes ('81)

Eskilstuna 1-2 Sundsvall
0-1 Linus Hallenius ('4)
0-2 Linus Hallenius ('77)
1-2 Sasa Matic ('90)
Athugasemdir
banner