Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 18. september 2017 13:00
Magnús Már Einarsson
Ward í markinu hjá Liverpool á morgun
Danny Ward.
Danny Ward.
Mynd: Getty Images
Danny Ward verður í marki Liverpool í leiknum gegn Leicester í enska deildabikarnum annað kvöld. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, staðfesti þetta í dag.

Loris Karius og Simon Mignolet hafa skipst á að verja mark Liverpool í upphafi tímabils en nú fær Ward sénsinn. Ward hjálpaði Huddersfield upp í ensku úrvalsdeildina á síðasta tímabili en hann var þar í láni.

Alex Oxlade-Chamberlain byrjar líklega einnig á morgun í fyrsta skipti síðan hann kom frá Arsenal. Oxlade-Chamberlain hefur komið inn á sem varamaður í síðustu þremur leikjum.

„Þetta er stórkostlegt tækifæri fyrir Alex. Hann átti frábæra innkomu í síðasta leik," sagði Klopp.

Miðjumaðurinn Marko Grujic fær líklega einnig sénsinn á morgun auk þess sem bakvörðurinn Jon Flanagan verður í hópnum. Þá er Dejan Lovren klár eftir meiðsli sem héldu honum frá keppni gegn Burnley um helgina.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner