Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 18. október 2014 05:55
Elvar Geir Magnússon
England í dag - Arsenal með þunnskipaða vörn
Diego Costa gæti verið hvíldur
Mun Diego Costa spila í dag?
Mun Diego Costa spila í dag?
Mynd: Getty Images
Manchester City fær Tottenham Hotspur í heimsókn á Etihad leikvanginn í hádegisleiknum. Englandsmeistararnir hafa byrjað tímabilið þokkalega en liðið er með fjórtán stig í fjórða sæti á meðan Tottenham er í sjötta sæti með ellefu stig.

Yaya Toure er nýkominn úr landsliðsverkefni og ef einhver þreyta er að hrjá hann mun Frank Lampard byrja leikinn. Eliaquim Mangala er meiddur og ekki með City.

Hjá Tottenham eru Hugo Lloris og Nacer Chadli eftir að hafa orðið fyrir smávægilegum meiðslum í landsliðsverkefnum.

Arsenal mætir Hull City klukkan 14:00 en vörn Arsenal er þunnskipuð. Calum Chambers er í banni og Laurent Koscielny meiddur svo bakvörðurinn Nacho Monreal mun líklega leika sem miðvörður. Mikel Arteta er stiginn upp úr meiðslum og ætti að spila í dag.

Crystal Palace fær topplið Chelsea í heimsókn. Óvíst er hvort markahrókurinn Diego Costa sem hefur átt draumabyrjun á tímabilinu geti leikið en hann er nýkominn úr tveimur landsleikjum með Spáni sem hann spilaði þrátt fyrir að hafa verið tæpur aftan í læri.

Laugardagur:
11:45 Manchester City - Tottenham Hotspur (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Arsenal - Hull City (Stöð 2 Sport 2)
14:00 Crystal Palace - Chelsea (Stöð 2 Sport 3)
14:00 Everton - Aston Villa (Stöð 2 Sport 4)
14:00 Burnley - West Ham United (Stöð 2 Sport 5)
14:00 Newcastle United - Leicester City (Stöð 2 Sport 6)
14:00 Southampton - Sunderland (Stöð 3)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner