Rafael, fyrrum leikmaður Manchester United og núverandi leikmaður Lyon í Frakklandi, er greinilega toppmaður.
Hann hefur verið að glíma við meiðsli undanfarið en hann fékk samviskubit yfir að fá himinhá laun á meðan hann var ekki að spila.
Rafel tók sig þá til og borgaði öll launin sín í góðgerðarmál. OL Fondation eru góðgerðarmál innan félagsins en það notaði peningana sem Rafael borgaði þeim til að kaupa vélmenni sem hjálpar veikum börnum að upplifa stemningnu á leikdögum.
„Mér finnst gaman að spila fótbolta og fá borgað fyrir að gera það en ég var ekki að spila. Ég er mjög ánægður að geta hjálpað börnum en þetta var gott fyrir mig líka. Þetta hjálpaði mér," sagði Rafael.
Athugasemdir