Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   þri 18. október 2016 11:35
Elvar Geir Magnússon
Kaplakrika
Veigar Páll: Þurfti að vera sjálfselskur
Veigar Páll eftir undirskriftina.
Veigar Páll eftir undirskriftina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Veigar Páll Gunnarsson skrifaði í dag undir samning við Íslandsmeistara FH en hann mun leika með liðinu í Pepsi-deildinni á næsta tímabili. Veigar verður 37 ára þegar næsta tímabil fer í gang.

Veigar segir erfitt að færa sig um set frá Stjörnunni, sérstaklega gagnvart stuðningsmönnum liðsins sem höfðu hann í miklum metum.

„Það er mér mikilvægt að þeir skilji ástæðuna fyrir því að ég yfirgef Stjörnuna. Það er ekki vegna þess að mér dauðlangaði það. Það var möguleiki að vera áfram í Stjörnunni en fyrst ég fékk svona lítinn spiltíma á síðustu leiktíð þurfti ég að pæla í hvernig spiltíminn yrði næsta ár," segir Veigar sem segir að viðskalnaðurinn við Stjönuna hafi verið erfiður.

„Ég þurfti að hugsa mig um í nokkurn tíma og spá í hvað væri best fyrir mig. Ég þurfti að vera smá sjálfselskur. Ég vona að ég hafi tekið rétta skrefið. Ég er gríðarlega stoltur af því að vera kominn í FH."

Spila ekki 90 mínútur í hverjum leik
Það fyrsta sem kemur upp í huga Veigars þegar hann er spurður að því hvað hann vilji gera með FH er að vinna titil.

„Mitt hlutverk er að vera hér sem leikmaður og gefa af mér til yngri leikmanna. Ég er svo sannarlega klár í það verkefni. Ég er staðráðinn í að leggja mig 100% fram með FH," segir Veigar.

„Ég kem væntanlega með einhverjar nýjungar í sóknarleiknum og vonandi getur það skemmt áhorfendum."

„Ég fæ ákveðið hlutverk í liðinu og ég veit að þeir (þjálfararnir) hafa mikið álit á mér sem fótboltamanni. Við höfum rætt mitt hlutverk og ég verð ekki að spila 90 mínútur í hverjum leik, það á að nota mig rétt."

Stefnir á meistaraflokksþjálfun
Veigar er ekki bara að fara að spila með FH-ingum, hann fær starf í akademíu FH og segist spenntur fyrir því að fara í þjálfun.

„Þetta er nýtt fyrir mér en er krefjandi og ég hlakka til að byrja þar. Á endanum langar mér að verða þjálfari í Pepsi-deildinni eða eitthvað slíkt. Það er eitthvað sem ég vona að rætist í framtíðinni," segir Veigar.

Sjáðu viðtalið í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner