Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. október 2017 19:46
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Árni Snær áfram í herbúðum ÍA
Árni Snær Ólafsson.
Árni Snær Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Snær Ólafsson hefur framlengt samning sinn við ÍA. Þetta kemur fram á heimasíðu Skagamenn núna í kvöld.

Samningurinn gildir til tveggja ára.

„Árni er uppalinn hjá ÍA og er gríðarlega mikilvægur fyrir ÍA liðið jafnt innan vallar sem utan. Árni sem er 26 ára gamall, spilaði sinn fyrsta deildarleik sumarið 2009, en frá árinu 2014 hefur hann verið aðalmarkmaður Skagamanna með stuttum hléum."

Árni spilaði níu deildarleiki í Pepsi-deildinni í sumar, en hann byrjaði að spila um mitt sumar eftir að hafa jafnað sig á erfiðum meiðslum.

Árni ætlar að taka slaginn með Skagamönnum í Inkasso-deildinni.

„Það er gríðarlegur metnaður í gangi hjá ÍA og spennandi verkefni framundan við að koma liðinu aftur í röð þeirra bestu. Ég vil svo sannarlega taka þátt í þeirri áskorun og þar skiptir miklu máli að ég er einfaldlega með svo stór Skagahjarta. Ég hlakka líka til að starfa með nýjum þjálfurum liðsins þeim Jóa Kalla og Sigga Jóns, þar er öflugt teymi á ferðinni," segir Árni Snær á heimasíðu ÍA.

Jóhannes Karl Guðjónsson, sem tók við ÍA á dögunum, er mjög sáttur með þessar fréttir.

„Árni er lykilmaður í Skagaliðinu og hann hefur sýnt að auk þess að vera feikna góður markmaður þá er hann líka mikill leiðtogi á vellinum. Undir stjórn Guðmundar Hreiðarssonar markmannsþjálfara ÍA hefur Árni náð miklum framförum undanfarin ár og stimplað sig inn sem einn af allra bestu markvörðum landsins," sagði Jóhannes Karl.
Athugasemdir
banner
banner