Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   mið 18. október 2017 22:30
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Berglind Björg aðlagast lífinu á Ítalíu: Leikmenn að kasta sér niður
Berglind Björg á æfingu fyrr í dag
Berglind Björg á æfingu fyrr í dag
Mynd: Anna Þonn
„Ég gæti ekki verið ferskari,“ sagði landsliðsframherjinn Berglind Björg Þorvaldsdóttir í spjalli við Fótbolta.net á liðshóteli Íslands fyrr í dag. Berglind Björg mætti beint frá Verona á Ítalíu í komandi landsliðsverkefni en hún samdi við ítalska liðið fyrir tæpum mánuði.

„Það er búið að vera ljómandi fínt. Ég er ennþá að reyna að aðlagast því hvernig þær spila og bara lífinu. En það er allt að koma,“ svaraði Berglind aðspurð um lífið á Ítalíu.

„Við spilum á gervigrasi en það er ágætt. Klefinn og allt í kring er til fyrirmyndar. Fótboltinn er aðeins öðruvísi en á Íslandi en það er bara gaman. Hann er hraðari og tæknilegri og ég myndi segja að það væri helsti munurinn.“

En er þá mikið verið að dæma á íslenska senterinn sem lætur finna fyrir sér í baráttunni?

„Já, í rauninni. Svo eru leikmenn að kasta sér niður hægri, vinstri sem er alveg óþolandi. Ég þarf greinilega að fara að gera þetta sjálf,“ svaraði Berglind létt. Matarvenjur Ítalanna eru aðeins að vefjast fyrir henni en annars líður henni vel í nýju heimaborginni.

„Fólk er að borða á kvöldin klukkan níu. Ég er ekki alveg þar strax en borgin er mjög falleg og ég gæti ekki kvartað,“ sagði Berglind sem fékk nýjan liðsfélaga á dögunum en varnarjaxlinn Arna Sif Ásgrímsdóttir er einnig gengin til liðs við Verona.

„Það er alveg frábært. Ég er reyndar ekki búin að hitta hana. Hún var að lenda þegar ég var að fara hingað en það verður geggjað að hafa hana þarna í vörninni til að negla boltanum fram á mig. Það er ekki mikið gert.“

Berglind segir íslenska landsliðið líta vel út um þessar mundir og hlakkar til komandi leikja.

„Ég er ótrúlega spennt fyrir þessum leikjum og liðið lítur ótrúlega vel út. Það er mikil tilhlökkun í hópnum þannig að við mætum mjög vel stemmdar í þessa leiki.“

Hvað varðar leikinn á móti Þýskalandi þá telur Berglind að helst þurfi að varast eldfljóta sóknarlínu heimakvenna og það þurfi gríðargott skipulag til að halda þeim í skefjun.

„Sóknarlínan hjá þeim er mjög hröð þannig að við þurfum að vera ótrúlega skipulagðar og nota okkar vopn.“

Í viðtalinu hér að ofan talar Berglind Björg nánar um lífið á Ítalíu og landsliðsverkefnin.
Athugasemdir
banner
banner
banner