Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. október 2017 17:15
Elvar Geir Magnússon
De Bruyne: Liggur ekkert á að gera nýjan samning
Kevin De Bruyne.
Kevin De Bruyne.
Mynd: Getty Images
Kevin De Bruyne, leikmaður Manchester City, segir að það liggi ekkert á að skrifa undir nýjan samning.

Belgíski miðjumaðurinn hefur verið stórkostlegur fyrstu tvo mánuði tímabilsins og átti enn eina snilldarframmistöðuna í gær þegar City vann Napoli 2-1 í Meistaradeildinni.

Núgildandi samningur De Bruyne er til 2021 og ku hann vera á 115 þúsund pundum í vikulaun.

Talað er um að Patrick De Koster, umboðsmaður Belgans, vilji að horft sé til þeirra launa sem Neymar fær hjá PSG þegar nýr samningur er gerður.

De Bruyne segir að De Koster hafi þegar fundað einu sinni með Txiki Begiristain, yfirmanni fótboltamála hjá City.

„Viðræður eru framundan en ég er þolinmóður. Ég er ekkert að stressa mig á þessu. Það er nægur tími til stefnu," segir De Bruyne sem hefur fengið mikið hrós fyrir frammistöðu sína.

„Í fótboltanum eru hæðir og lægðir og þú verður að lifa í miðjunni. Ég vil bara njóta fótboltans. Hann er stór hluti af mér."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner