Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   mið 18. október 2017 08:00
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Freysi: Nú reynir virkilega á okkur
Freyr er mættur til Þýskalands þar sem Ísland mætir heimakonum á föstudag
Freyr er mættur til Þýskalands þar sem Ísland mætir heimakonum á föstudag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta eru mjög spennandi og skemmtileg verkefni. Nú reynir virkilega á okkur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson þegar Fótbolti.net náði tali af honum. Framundan eru erfiðir útileikir gegn Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni Heimsmeistaramótsins. Fyrri leikurinn er gegn Þýskalandi í Wiesbaden á föstudag og sá seinni gegn Tékkum þriðjudaginn 24. október.

„Það gerist ekki oft að maður mæti liðum með þau gæði sem þýska liðið hefur en tékkneska liðið er líka mjög sterkt þannig að báðir leikir verða erfiðir. Þeir verða ólíkir að því leytinu til að við verðum aðeins meira með boltann á móti Tékkum. Örugglega 50/50 með boltann en bara 30% með boltann á móti Þjóðverjunum.“

Þýskaland þótti sigurstranglegast á Evrópumótinu síðastliðið sumar enda unnið síðustu sex Evrópumót en féll óvænt úr leik gegn Dönum í 8-liða úrslitum. Þjóðverjar fengu í kjölfarið þónokkra gagnrýni en frammistaða liðsins var heilt yfir góð þó þær hafi ekki komist lengra á mótinu.

„Taktískt séð voru þær mjög góðar. Halda boltanum vel og skapa sér fullt af færum. Tölfræðilega hefðu þær átt að vinna Danina og fara lengra. Danirnir voru klókir, höfðu trú á verkefninu sínu og slógu þær þannig út. Þetta datt líka aðeins með þeim og Þjóðverjarnir voru óheppnir,“ sagði Freyr sem hefur fylgst vel með þýska liðinu.

Þónokkuð hefur verið talað um kynslóðaskipti hjá liðinu en Freyr vill ekki meina að það veiki þær þó að gömlu kempurnar séu margar hverjar horfnar á braut og yngri leikmenn farnar að leika stærri hlutverk.

„Allir leikmenn í 25 manna hópi Þýskalands eru búnir að spila yfir 50 yngri landsleiki og langflestar komnar í tuttugu plús landsleiki með A-landsliðinu. Svo eru allar þessar helstu komnar nálægt 100 leikjum. Það er ekki eins og þær séu reynslulausar en það er rétt að það hafa orðið kynslóðaskipti og það er kominn nýr þjálfari sem hefur töluverð áhrif.“

Aðspurður um ástandið á leikmannahópnum var Freyr jákvæður.

„Engin meiðsli eða neitt svoleiðis í gangi. Ég trúi ekki öðru en að allar verði klárar á föstudaginn, 100%.“

Nánar er rætt við landsliðsþjálfarann í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner