Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 18. október 2017 15:00
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Hallbera: Hef aldrei verið betri
Hallbera spilaði á Foam rúllu fyrir æfingu í dag
Hallbera spilaði á Foam rúllu fyrir æfingu í dag
Mynd: Anna Þonn
„Ég er ótrúlega spennt. Þetta eru náttúrulega tveir mjög mikilvægir leikir upp á framhaldið og það væri auðvitað bara gaman að fara með góð úrslit heim úr þessari ferð,“ sagði landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu íslenska landsliðsins í morgun. Framundan eru mikilvægir leikir gegn Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni Heimsmeistaramótsins.

„Ég held að góð úrslit fyrir okkur væru 4 stig úr þessum leikjum. Það er erfitt að ætlast til að fá sigur úr báðum þessum leikjum en við förum í alla leiki til að vinna og sjáum hvað gerist.“

Ísland gjörsigraði Færeyjar 8-0 í fyrsta leik undankeppninnar. Hallbera lét mikið að sér kveða sóknarlega í þeim leik og lagði upp þrjú mörk úr vinstri bakvarðarstöðunni. Hún fær líklega ekki að vera jafn mikið með boltann á föstudag en ætlar að nýta þau tækifæri sem gefast.

„Á móti liði eins og Þýskalandi geri ég mér grein fyrir að þetta verður erfiðara. Það verða meiri hlaup og varnarleikur. En að sjálfsögðu veit ég að ég mun hafa tækifæri til að komast í mínar uppáhaldsstöður og þá er um að gera að nýta þær,“ sagði landsliðskonan sem er í sínu besta formi.

„Ég hef aldrei verið betri. Í fínu formi og kroppurinn í góðu standi.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Hallberu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner