Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
Katie Cousins: Höfum það sem til þarf
Anna Rakel: United bara, tek því
„Hefði getað sent en mig langaði svo rosalega mikið að skora"
Berglindi skemmt þegar henni var bent á áhugaverða staðreynd
Jón Óli: Stórkostlegar aðstæður
„Æsifréttamennska að mínu mati“ - Leikið í Grindavík á laugardag
Júlíus Mar: Eitthvað sem mig hefur dreymt um frá því ég kom til liðsins
Jökull eftir stórt tap: Við brotnum aðeins
Tobias Thomsen: Þetta var frekar klikkaður sirkus á köflum
Dóri Árna: Við þurfum ekki að mála einhvern skratta á vegg
Magnús Már: Tileinka þennan sigur Guðjóni Ármanni
Rúnar Kristins: Við vitum hvað við getum og við getum bætt okkur
Óskar vísar í Hernán Cortés: Spurði konuna hvort hún sæi einhver skip
Miklar væntingar gerðar til Víkings - „Við erum með rosalega stóran hóp“
Gylfi eftir fyrsta markið: Hentar mér kannski aðeins betur
Hrannar Snær: Erum með meira sjálfstraust í sóknarleiknum
Eiður Aron eftir sigur á ÍBV: Þetta er bara 'bisness'
Böddi glímt við veikindi: Vissi þá að ég þyrfti að klára þennan leik
Heimir Guðjóns léttur: Það gerist nú ekki á hverjum degi
Túfa: Hefðum getað gert tíu skiptingar í hálfleik
   mið 18. október 2017 15:00
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Hallbera: Hef aldrei verið betri
Kvenaboltinn
Hallbera spilaði á Foam rúllu fyrir æfingu í dag
Hallbera spilaði á Foam rúllu fyrir æfingu í dag
Mynd: Anna Þonn
„Ég er ótrúlega spennt. Þetta eru náttúrulega tveir mjög mikilvægir leikir upp á framhaldið og það væri auðvitað bara gaman að fara með góð úrslit heim úr þessari ferð,“ sagði landsliðskonan Hallbera Guðný Gísladóttir í samtali við Fótbolta.net fyrir æfingu íslenska landsliðsins í morgun. Framundan eru mikilvægir leikir gegn Þýskalandi og Tékklandi í undankeppni Heimsmeistaramótsins.

„Ég held að góð úrslit fyrir okkur væru 4 stig úr þessum leikjum. Það er erfitt að ætlast til að fá sigur úr báðum þessum leikjum en við förum í alla leiki til að vinna og sjáum hvað gerist.“

Ísland gjörsigraði Færeyjar 8-0 í fyrsta leik undankeppninnar. Hallbera lét mikið að sér kveða sóknarlega í þeim leik og lagði upp þrjú mörk úr vinstri bakvarðarstöðunni. Hún fær líklega ekki að vera jafn mikið með boltann á föstudag en ætlar að nýta þau tækifæri sem gefast.

„Á móti liði eins og Þýskalandi geri ég mér grein fyrir að þetta verður erfiðara. Það verða meiri hlaup og varnarleikur. En að sjálfsögðu veit ég að ég mun hafa tækifæri til að komast í mínar uppáhaldsstöður og þá er um að gera að nýta þær,“ sagði landsliðskonan sem er í sínu besta formi.

„Ég hef aldrei verið betri. Í fínu formi og kroppurinn í góðu standi.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Hallberu í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner