mið 18. október 2017 17:00
Anna Þorsteinsdóttir
Handboltataktar hjá stelpunum okkar
Íslenska landsliðið æfði við fínar aðstæður í þýska smábænum Geisenheim í morgun. Það var létt yfir hópnum og nokkrir leikmenn liðkuðu sig með boltakasti áður en æfingin hófst. Þar fóru þær Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Hallbera Guðný Gísladóttir fremstar í flokki en svo bættist í hópinn.

Ásmundur Haraldsson aðstoðarþjálfari blandaði sér í leikinn ásamt Glódísi Perlu og hafði á orði að það væri augljóst að handbolti væri nú ekki aðalsportið á Akranesi. Létt skot á Skagakonuna Hallberu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner