mið 18. október 2017 21:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heynckes elstur til að stýra liði í Meistaradeildinni
Mynd: Getty Images
Það voru met slegin í Meistaradeildinni í kvöld.

Mile Svilar varð yngsti markvörðurinn í sögu Meistaradeildarinnar og Jupp Heynckes varð elsti þjálfarinn til að stýra liði í Meistaradeildinni.

Heynckes var ráðinn stjóri Bayern út leiktíðina á dögunum eftir að Carlo Ancelotti var látinn taka pokann sinn.

Heynckes er að stýra Bayern í fjórða sinn á þjálfaraferli sínum, síðast þegar hann var stjóri liðsins, frá 2011 til 2013 kláraði hann samning sinn með því að vinna Meistaradeild Evrópu.

Í kvöld var hann mættur aftur á hliðarlínuna í Meistaradeildinni, en hann er orðinn 72 ára og 162 daga gamall.

Han er núna elsti þjálfarinn til að stýra liði í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner