Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 18. október 2017 11:10
Elvar Geir Magnússon
Ísland til Katar í nóvember - Leikið gegn heimamönnum og Tékkum
Sætinu á HM fagnað.
Sætinu á HM fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Íslenska landsliðið mun leika tvo vináttuleiki í nóvember og fara þeir báðir fram í Katar. Leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir HM 2018 í Rússlandi.

Fyrst mun Ísland mæta Tékklandi 8. nóvember, en Tékkar enduðu í þriðja sæti í sínum riðli í undankeppni HM 2018 og verða því ekki í Rússlandi næsta sumar.

Þetta verður í sjötta skipti sem liðin mætast, en Ísland hefur unnið tvo leiki og Tékkland þrjá. Þau mættust síðast 12. júní 2015 í undankeppni EM 2016, en þá vann Ísland 2-1 sigur á Laugardalsvelli.

Ísland mætir síðan Katar 14. nóvember og verður þetta í fyrsta sinn sem liðin mætast.

Sögusagnir voru í gangi um að Ísland myndi fara til Kína en ljóst er að þær voru ekki á rökum reistar.

Íslenska landsliðs skráði sig í sögubækurnar með því að verða fámennasta þjóðin til að komast í lokakeppni HM í fótbolta. Afrekið hefur vakið mikla athygli um allan heim.
Athugasemdir
banner
banner
banner