mið 18. október 2017 18:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mane í landsliðsverkefni þrátt fyrir meiðsli
Mynd: Getty Images
Sadio Mane, einn af lykilmönnum Liverpool, hefur verið valinn í landsliðsverkefni með Senegal þrátt fyrir að hafa verið að glíma við meiðsli aftan í læri að undanförnu.

Mane meiddist þegar Senegal spilaði gegn Grænhöfðaeyjum í undankeppni HM, snemma í þessum mánuði.

Talið var að hann yrði frá í allt að sex vikur.

Hann missti af leik Liverpool gegn Manchester United um síðustu helgi og spilaði ekki gegn Maribor í Meistaradeildinni í gær.

Hann hefur þó verið valinn í komandi landsliðsverkefni. Senegal mætir Suður-Afríku 10. og 14. nóvember, en Mane og félagar þurfa tvö stig í þessum leikjum til að komast á HM í Rússlandi.

„Í mínum huga liggur enginn vafi á því að hann verður klár fyrir
þessa tvo leiki, hann verður 100% klár,"
sagði landsliðsþjálfari Senegal Aliou Cisse um valið á Mane.

Ekki þykir líklegt að Mane muni koma eitthvað við sögu hjá Liverpool áður en hann fer til móts við landsliðið í nóvember.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner