Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 18. október 2017 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin í dag - Man Utd sækir Benfica heim
United þarf að spila betur en gegn Liverpool í dag.
United þarf að spila betur en gegn Liverpool í dag.
Mynd: Getty Images
Neymar og félagar sækja Anderlecht heim.
Neymar og félagar sækja Anderlecht heim.
Mynd: Getty Images
Meistaradeildin heldur áfram að rúlla í kvöld. Það eru fjórir leikir af átta í beinni útsendingu á sportrásum Stöðvar 2.

Manchester United getur farið langt með að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum með sigri á Benfica í Portúgal í dag.

United hefur unnið báða leiki sína hingað til á meðan Benfica hefur tapað báðum sínum leikjum.

Í sama riðli eigast CSKA Moskva og Basel við.

Englandsmeistarar Chelsea eiga erfiðan leik fyrir höndum gegn Roma á meðan Atletico Madrid heldur til Aserbaídsjan og spilar gegn Qarabag. Sá leikur hefst 16:00, en aðrir leikir eru 18:45.

Neymar, Mbappe, Cavani og félagar PSG sækja Anderlecht heim og Bayern spilar undir stjórn Jupp Heynckes gegn Celtic.

Juventus og Barcelona eiga síðan leiki gegn Sporting Lissabon og Olympiakos í D-riðlinum skemmtilega.

Hér að neðan eru leikir dagsins.

A-riðill
18:45 CSKA Moskva - Basel
18:45 Benfica - Manchester United (Stöð 2 Sport 2)

B-riðill
18:45 Anderlecht - PSG (Stöð 2 Sport 6)
18:45 Bayern - Celtic (Stöð 2 Sport 5)

C-riðill
16:00 Qarabag - Atletico Madrid
18:45 Chelsea - Roma (Stöð 2 Sport 3)

D-riðill
18:45 Juventus - Sporting Lissabon
18:45 Barcelona - Olympiakos
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner