Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 18. október 2017 20:42
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Man Utd komið langleiðina í 16-liða úrslit
Sex marka í jafntefli á Brúnni - PSG, Bayern, Juve og Barcelona í fínum málum
Mynd: Getty Images
Neymar og Cavani skoruðu.
Neymar og Cavani skoruðu.
Mynd: Getty Images
Dzeko skoraði tvö.
Dzeko skoraði tvö.
Mynd: Getty Images
Það var sannkölluð veislustemning í Meistaradeildinni í kvöld.

Manchester United fór langleiðina með að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum með naumum sigri á Benfica í Portúgal.

Eina markið skoraði Marcus Rashford í seinni hálfleiknum. Markið var skondið ef svo má segja, en Rashford tók aukaspyrnu utan af velli og „fyrirgjöf" hans rataði í netið. Mile Svilar, markvörður Benfica, greip boltann þegar hann var kominn inn í markið.

Manchester United hefur unnið alla þrjá leiki sína hingað til og Basel fylgir næst á eftir með sex stig. Basel vann í kvöld 2-0 sigur á CSKA Moskvu sem er með þrjú stig. Benfica er án stiga.

Í B-riðlinum unnu Paris Saint-Germain og Bayern München sína leiki örugglega. Þessi lið, Bayern og PSG, eru í góðum málum.

Chelsea gerði 3-3 jafntefli gegn Roma í leik kvöldsins þar sem Edin Dzeko og David Luiz gerðu stórkostleg mörk. Roma og Chelsea eru í fínum málum í C-riðli, en Atletico þarf að hysja upp um sig.

Að lokum unnu Juventus og Barcelona sína leiki í D-riðlinum. Þessi lið eru í góðum málum, rétt eins og Bayern og PSG.

Hér að neðan eru úrslit kvöldsins.

A-riðill
CSKA 0 - 2 Basel
0-1 Taulant Xhaka ('29 )
0-2 Albian Ajeti ('52 )
0-3 Dimitri Oberlin ('90 )

Benfica 0 - 1 Manchester Utd
0-1 Marcus Rashford ('65 )
Rautt spjald: Luisao, Benfica ('90)

Smelltu hér til að sjá markið hjá Rashford.

B-riðill
Anderlecht 0 - 4 Paris Saint Germain
0-1 Kylian Mbappe ('3 )
0-2 Edinson Cavani ('44 )
0-3 Neymar ('66 )
0-4 Angel Di Maria ('88 )

Bayern 3 - 0 Celtic
1-0 Thomas Muller ('17 )
2-0 Joshua Kimmich ('29 )
3-0 Mats Hummels ('51 )

C-riðill
Chelsea 3 - 3 Roma
1-0 David Luiz ('11 )
2-0 Eden Hazard ('37 )
2-1 Aleksandar Kolarov ('40 )
2-2 Edin Dzeko ('64 )
2-3 Edin Dzeko ('70 )
3-3 Eden Hazard ('75 )

Smelltu hér til að sjá mynband af seinna marki Edin Dzeko.

Sjá einnig:
Meistaradeildin: Atletico í stórhættu að sitja eftir

D-riðill
Juventus 2 - 1 Sporting
0-1 Alex Sandro ('12 , sjálfsmark)
1-1 Miralem Pjanic ('28 )
2-1 Mario Mandzukic ('84 )

Barcelona 3 - 1 Olympiakos
1-0 Dimitris Nikolaou ('18 , sjálfsmark)
2-0 Lionel Andres Messi ('61 )
3-0 Lucas Digne ('64 )
3-1 Dimitris Nikolaou ('90 )
Rautt spjald: Gerard Pique, Barcelona ('43)
Athugasemdir
banner
banner