mið 18. október 2017 21:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Ekki glæpur að vera góðir varnarlega
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, var kampakátur með 1-0 sigurinn á Benfica í Meistaradeildinni í kvöld.

„Við stjórnuðum leiknum algjörlega, David de Gea þurfti ekki að verja einu sinni. Mér leið aldrei eins og við værum að fara að fá á okkur mark, við vorum góðir varnarlega," sagði Mourinho.

„Stundum líður mér eins og það sé glæpur að vera góðir varnarlega, en þú þarft á því að halda til að ná í úrslit."

„Við erum einu stigi frá því að komast í 16-liða úrsitin og einum sigri frá því að vinna riðilinn þegar þrír leikir eru eftir."

Mourinho ráðlagði sínum mönnum að reyna á markvörð Benfica, Mile Svilar. Sá er 18 ára gamall og var að spila sinn fyrsta leik á stóra sviðinu í Meistaradeildinni.

„Ég vissi hversu góður markvörðurinn þeirra var og ég sagði leikmönnunum frá því. Við vildum láta honum líða óþægilega, sérstaklega í föstum leikaatriðum. Við settum leikmenn á hann í hornum svo hann gæti ekki komið út. Hann tekur áhættur, bestu markverðirnir gera það. Hann var óheppinn."

„Við vissum að Benfica gæti ekki haldið pressunni í 90 mínútur. Liverpool varðist frábærlega gegn okkur, en Benfica gat ekki gert það allan leikinn, við vissum af því."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner