Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   mið 18. október 2017 11:32
Elvar Geir Magnússon
Heimild: 433.is 
Mun Gummi Steinars fylgja Gústa Gylfa til Breiðabliks?
Ágúst Gylfason og Guðmundur Steinarsson.
Ágúst Gylfason og Guðmundur Steinarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Steinarsson gæti fylgt Ágústi Gylfasyni til Breiðabliks.

Guðmundur var aðstoðarmaður Ágústs hjá Fjölni á liðnu sumri en áður stýrði hann Njarðvík.

Ágúst var ráðinn þjálfari Breiðabliks fyrr í þessum mánuði en hann lét þá af störfum hjá Fjölni. Ólafur Páll Snorrason var ráðinn í Grafarvoginum og tilkynnt að Guðmundur yrði ekki áfram.

„Þessi mál eru í skoðun, hann vann auðvitað með Gústa hjá Fjölni. Guðmundur er einn af þeim sem er er á blaði hjá okkur," sagði Eysteinn Lárusson við 433 en þar er sagt að Breiðablik hafi fundað með Guðmundi.

Guðmundur átti mjög farsælan feril sem sóknarmaður hjá Keflavík áður en hann snéri sér að þjálfun eftir að skórnir fóru á hilluna.

„Það er mjög erfitt að yfirgefa Fjölni, ég er búinn að vera þar í tíu ár. Fyrst sem leikmaður, síðan sem aðstoðarþjálfari og núna sem aðalþjálfari í sex ár. Mér fannst þetta rétti tímapunkturinn núna að færa mig yfir," sagði Ágúst Gylfason þegar hann var ráðinn til Blika.

Fjögur lið í Pepsi-deild karla eiga eftir að ráða aðstoðarþjálfara fyrir næsta tímabil. Auk Blika eru það FH, Víkingur R. og Fjölnir.
Athugasemdir
banner
banner
banner