Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 18. október 2017 13:21
Elvar Geir Magnússon
Parlour fékk sér Hlöllabát sem er skírður í höfuðið á honum
Af heimasvæði Arsenal á Facebook: Imagine eating a sub named after you... ... that's exactly what happened to the Romford Pele, Ray Parlour, when he visited Hlölli on his trip to Iceland last weekend 😂😂
Af heimasvæði Arsenal á Facebook: Imagine eating a sub named after you... ... that's exactly what happened to the Romford Pele, Ray Parlour, when he visited Hlölli on his trip to Iceland last weekend 😂😂
Mynd: Facebook
Ray Parlour, fyrrum leikmaður Arsenal, var í heimsókn hér á Íslandi um liðna helgi.

Sigurður Hilmar Guðjónsson, varaformaður íslenska Arsenal-klúbbsins, fór með honum á Hlölla á Höfðanum á laugardaginn en þar er hægt að fá bát sem skírður er í höfuðið á Parlour.

Á opinberu heimasvæði Arsenal á Facebook var birt mynd af Parlour með Hlöllabátinn og eins og sjá má er hann alsæll. Um 38 milljón manns fylgja Arsenal á Facebook.

Parlour varð þrívegis Englandsmeistari með Arsenal og fjórum sinnum bikarmeistari. Hann lék alls 339 leiki fyrir félagið á árunum 1992–2004.

Hann horfði á leik Arsenal gegn Watford á laugardaginn í góðum hópi íslenskra stuðningsmanna á Ölveri en því miður fyrir hann fagnaði Watford sigri í leiknum.

Fyrr á laugardeginum heimsótti Parlour útvarpsþátt Fótbolta.net en með því að smella hérna má heyra viðtalið við hann.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner