Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 18. október 2017 15:30
Mist Rúnarsdóttir
Wiesbaden
Þýska landsliðið tók útihlaup í morgun
Frá æfingu Íslands í morgun. Ekkert útihlaup hjá okkar konum.
Frá æfingu Íslands í morgun. Ekkert útihlaup hjá okkar konum.
Mynd: Anna Þonn
Það vakti athygli að þýski landsliðshópurinn var mættur í útihlaup um Wiesbadenborg í morgun. Liðsstjórar og sjúkraþjálfari íslenska landsliðsins voru í sína daglega morgunskokki þegar þær mættu þeim þýsku undir dyggri stjórn aðstoðarþjálfara liðsins.

Einhverjir myndu tala um gamla skólann þarna en það er ekki algengt að landslið séu mikið í útihlaupum saman svo stuttu fyrir mikilvæga leiki. Þjóðverjar eru þó þekktir fyrir mikið æfingaálag og Guðbjörg Gunnarsdóttir sagði einmitt frá því í viðtali hér á síðunni í gær að hún hefði stundum æft þrisvar á dag þegar hún var á mála hjá Turbine Potsdam.

Gugga um Þýskaland: Hægt að velja tíu góð landslið

Á sama tíma og þær þýsku hlupu var íslenska landsliðið á leið í morgunmat og að undirbúa sig fyrir æfingu dagsins sem var öllu knattspyrnumiðaðri.

Leikmenn byrjuðu á liðkandi og meiðsla fyrirbyggjandi æfingum undir stjórn Ástu Árnadóttur sjúkraþjálfara og einbeittu sér svo að leikfræðinni með þjálfurunum Frey Alexanderssyni og Ásmundi Haraldssyni. Ólafur Pétursson var svo auðvitað á sínum stað með markverðina sem fengu sína sérþjálfun.

Það verður fróðlegt að sjá hvernig þessi þjálfunaraðferð Steffi Jones skilar sér en þýsku landsliðskonurnar mæta stelpunum okkar á föstudag kl.14:00 að íslenskum tíma.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner