Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   þri 18. nóvember 2014 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Costa og Fabregas ekki öruggir með landsliðssæti
Mynd: Getty Images
Það er búin að vera mikil spenna kringum spænska landsliðið, sérstaklega kringum sóknarmanninn Diego Costa.

Spánverjar hafa verið að ásaka ákveðna landsliðsmenn um metnaðarleysi og leti. Sergio Ramos bætti ekki úr málunum með ummælum sínum sem hafa vakið miklar deilur.

,,Ég vildi bara óska þess að leikmennirnir hefðu sama metnað með landsliðinu og þeir hafa með félagsliðum sínum," sagði Ramos.

Vicente del Bosque, landsliðsþjálfari Spánverja, gaf þá út að leikmenn á borð við Diego Costa og Cesc Fabregas væru ekki með öruggt byrjunarliðssæti.

,,Það er ekki sjálfsagt að Diego Costa og Cesc Fabregas séu með byrjunarliðssæti í landsliðinu," sagði del Bosque.

,,Þeirra stöður gætu verið uppteknar þegar þeir snúa aftur í landsliðshópinn. Þetta er ekki hótun, þetta er raunveruleikinn."

Það sem fyllti víst mælinn hjá mörgum var þegar Costa sagðist ekki geta sinnt landsliðsskyldu sinni og tilkynnti það 7. nóvember.

Sóknarmaðurinn var í byrjunarliði Chelsea sem lagði Liverpool af velli á Anfield Road daginn eftir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner