Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 18. nóvember 2014 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Inzaghi spenntur fyrir framtíðinni með Milan
Filippo Inzaghi er í guðatölu meðal stuðningsmanna Milan.
Filippo Inzaghi er í guðatölu meðal stuðningsmanna Milan.
Mynd: Getty Images
Filippo Inzaghi tók við AC Milan í sumar og er liðið í sjöunda sæti ítölsku efstu deildarinnar eftir 11 umferðir.

Þrátt fyrir að hafa aðeins fengið þrjú stig úr síðustu fjórum leikjum er Milan aðeins fjórum stigum frá Napoli sem er í síðasta meistaradeildarsætinu.

Inzaghi var leikmaður AC Milan í 11 ár, frá 2001 til 2012, og er einn mesti markaskorari félagsins frá upphafi.

,,Ég er búinn að upplifa frábær stundir og hlakka til þess að taka þetta ævintýri lengra," sagði Inzaghi við La Gazzetta dello Sport.

,,Ég býst þó ekki við því að vinna neina titla strax. Ég er mest spenntur fyrir framtíðinni, Milan þarf að blanda sér í toppbaráttuna á nýjan leik."
Athugasemdir
banner
banner
banner