PSG og Barcelona vilja Duran - Bayern vill Gyökeres - Juve vill Zirkzee og til í að láta Man Utd fá Vlahovic
   þri 18. nóvember 2014 11:02
Magnús Már Einarsson
Sigurður Ragnar með þrjú tilboð
Siggi Raggi þjálfaði ÍBV í sumar.
Siggi Raggi þjálfaði ÍBV í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ekki er víst að Sigurður Ragnar Eyjólfsson verði aðstoðarmaður Rúnars Kristinssonar hjá norska félaginu Lilleström.

Rúnar vill fá Sigurð Ragnar með sér til Noregs en fleiri möguleikar eru í stöðunni fyrir Sigurð.

,,Ég er að funda með Rúnari í dag um starfið og það er mjög spennandi. Ég á síðan von á tilboði frá Lilleström á morgun," sagði Sigurður Ragnar við Fótbolta.net í dag.

,,Ég er með tvo aðra mjög spennandi valkosti. Ég ætla að vega og mína valkosti þegar ég er kominn með tilboðið frá Lilleström. Það eru aðrir möguleikar bæði heima og erlendis. Ég reikna með að þetta skýrist fyrir helgi."

Sigurður Ragnar þjálfaði ÍBV í Pepsi-deild karla í sumar eftir að hafa áður þjálfað kvennalandsliðið í áraraðir.
Athugasemdir
banner
banner