Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 18. nóvember 2014 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Yaya Sanogo og Harry Kane skoruðu tvennur
Harry Kane getur ekki hætt að skora fyrir Tottenham og enska landsliðið.
Harry Kane getur ekki hætt að skora fyrir Tottenham og enska landsliðið.
Mynd: Getty Images
Frakkar og Englendingar mættust í landsleik U21 árs landsliða í gærkvöldi sem lauk með 3-2 sigri Frakka.

Harry Kane skoraði bæði mörk Englendinga á tveggja mínútna kafla í fyrri hálfleik en Yaya Sanogo svaraði fyrir heimamenn.

Sanogo minnkaði muninn á 29. mínútu og jafnaði leikinn rétt fyrir leikhlé. Staðan var enn jöfn þegar Kane var tekinn af velli fyrir Callum Wilson á 66. mínútu.

Nokkrum mínútum síðar skoruðu heimamenn sigurmarkið þegar varamaðurinn Kingsley Coman afgreiddi boltann snyrtilega í vinkilinn.

Kane hefur verið öflugur fyrir Tottenham Hotspur á tímabilinu en Sanogo ekki enn náð að sanna sig hjá Arsenal.
Athugasemdir
banner
banner
banner