Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 18. nóvember 2015 21:00
Arnar Geir Halldórsson
Allofs: Ekki raunhæft að keppa við Bayern
Geta ekki keppt við Bayern
Geta ekki keppt við Bayern
Mynd: Getty Images
Klaus Allofs, yfirmaður íþróttamála hjá þýska úrvalsdeildarliðinu Wolfsburg, segir félagið ekki vera í stakk búið til að keppa við Bayern Munchen.

Bayern er á toppi Bundesligunnar og á enn eftir að tapa leik í deildinni á þessu tímabili.

„Þú vonast alltaf til að geta keppt við forystusauðina en ég held að það sé ekki raunhæft að stefna að því," segir Allofs.

Wolfsburg endaði í 2.sæti Bundesligunnar í fyrra en liðið seldi Kevin de Bruyne og Ivan Perisic í sumar og fékk í staðinn Julian Draxler frá Schalke.

„Eftir silfrið í fyrra og sigur í Super Cup í upphafi leiktíðar sögðu einhverjir að við værum alvöru keppinautur við Bayern Munchen en við höfum sagt að við séum ekki tilbúnir í það."

„Það hefur sýnt sig og við erum ekki að keppa við þá,"
segir Allofs.

Wolfsburg er í þriðja sæti deildarinnar, þrettán stigum á eftir topplið Bayern.



Athugasemdir
banner
banner