Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 18. nóvember 2015 18:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: 101gg 
Forseti Dinamo Zagreb handtekinn
Mynd: Getty Images
Zdravko Mamic, eigandi króatíska félagsins Dinamo Zagreb, var handtekinn í dag ásamt fjórum öðrum mönnum.

Mennirnir eru sakaðir um skattsvik, fjársvik og mútur en þetta er í annað skipti á árinu sem Mamic er handtekinn.

Mennirnir eru taldir hafa verið að svindla pening úr Zagreb með reglulegu millibili og sérstaklega þegar dýrir leikmenn voru seldir, til dæmis Luka Modric sem fór til Tottenham á 16,6 milljónir punda árið 2008.

Zagreb lagði Arsenal af velli í Meistaradeildinni fyrr á tímabilinu og heimsækir risana frá London í næstu viku, en bæði lið eru með þrjú stig eftir fjórar umferðir.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner