mið 18. nóvember 2015 17:10
Hafliði Breiðfjörð
Hulda Sigurðardóttir og Hrafnhildur Hekla í Fylki (Staðfest)
Hekla snýr aftur í Fylki.
Hekla snýr aftur í Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Hulda er komin aftur í Fylki.
Hulda er komin aftur í Fylki.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Hulda Sigurðardóttir og Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir eru gengnar til liðs við Fylki að nýju.

Hulda sem er fædd 1993 hefur leikið með Haukum undanfarin ár. Hún hefur spilað 61 leik í meistaraflokki og skorað í þeim 17 mörk en hún á að baki 10 landsleiki með U-17 og skoraði í þeim 1 mark.

Hrafnhildur Hekla hefur spilað í næst efstu deild í Svíþjóð að undanförnu. Hún var fyrirliði liðsins til margra ára og er einn leikjahæsti leikmaður félagsins. Hún hefur spilað 188 leiki fyrir meistaraflokk Fylkis og skorað í þeim 9 mörk. Hún á að baki 3 landsleiki með U19.

„Það eru gleðitíðindi að fá Huldu og Heklu til liðs við okkur. Það er einnig mikill kostur að þær hafa báðar spilað áður fyrir félagið og þekkja vel til. Þær eru svipaðar týpur af leikmönnum, geta leyst hafsent og djúpa miðju. Þær eru báðar miklir leiðtogar og smellpassa inní klefann og er það eitthvað sem við horfum mikið til hjá leikmönnum," sagði Eiður Benedikt Eiríksson þjálfari liðsins.

„Þær koma báðar í desember og verður spennandi að vinna með þeim báðum. Hekla byrjaði að æfa með okkur fyrstu vikuna og leit mjög vel út á æfingum, hún þurfti síðan að fara aftur út. Hulda er síðan að koma heim frá Bandaríkjunum þar sem hún hefur stundað nám og eftir nokkur samtöl við hana var ákveðið að hún kæmi til okkar. Það er einnig mjög mikilvægt að það munu að minnsta kosti fjórir leikmenn koma í desember og æfa alveg frá áramótum, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Rut Kristjánsdóttir eru einnig að koma úr námi erlendis frá. Síðan er aldrei að vita hvort við náum að landa Mörtu, vonandi skýrist það á næstu vikum," grínaðist hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner