Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 18. nóvember 2015 09:30
Magnús Már Einarsson
Iain Williamson æfir með Fjölni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoski miðjumaðurinn Iain Williamson hefur æft með Fjölnismönnum að undanförnu.

Iain yfirgaf herbúðir Vals þegar samningur hans rann út í haust og hann er nú að reyna fyrir sér í Grafarvoginum.

Iain skoraði laglegt mark í 3-3 jafntefli Fjölnis og Stjörnunnar í Bose mótinu í gærkvöldi.

Hinn 27 ára gamli Iain hefur leikið með Val undanfarin þrjú ár eftir að hafa spilað með Grindvíkingum sumarið 2012. Hann lýsti því yfir í samtali við Fótbolta.net á dögunum að draumurinn væri að spila áfram á Íslandi.

„Ég vil spila áfram á Íslandi. Ég kann vel við fótboltann og lífsstílinn. Ég bý á Íslandi með Ingu kærustunni minni og það er stór ástæða fyrir því að ég vil vera áfram hér," sagði Iain á dögunum.

Samtals skoraði Iain þrjú mörk í 52 deildar og bikarleikjum á tíma sínum hjá Val.
Athugasemdir
banner
banner
banner