Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 18. nóvember 2015 22:00
Arnar Geir Halldórsson
Lloris: Stórmannlegt hjá Englendingum
Mynd: Getty Images
Landsliðsfyrirliði Frakklands, Hugo Lloris, þakkar enskum stuðningsmönnum fyrir móttökurnar þegar franska landsliðið mætti á Wembley í gær og lék vináttulandsleik gegn Englandi.

Leikurinn var aðeins fjórum dögum eftir hörmungarnar sem dundu yfir París síðastliðinn föstudag en þá var Frakkland að leika gegn Þýskalandi í París.

Fyrir leikinn í gær sameinuðust leikmenn liðanna í einnar mínútu þögn og þegar franski þjóðsöngurinn var spilaður tóku stuðningsmenn beggja liða hressilega undir.

„Það sem þeir gerðu fyrir okkur var mjög sterkt hjá þeim. Þetta var stórmannlegt."

„Við getum ekki annað en þakkað Englendingum fyrir móttökurnar sem við fengum. Við fundum fyrir miklum stuðningi."

„Við njótum þeirra forréttinda að spila fótbolta og við höfum vettvang til að senda frá okkur skýr skilaboð og það var það sem við gerðum með Englendingum. Þetta var mögnuð stund,"
segir Lloris.

Athugasemdir
banner
banner
banner